
30 ára afmælisútgáfa
Mótuð af eldi og tíma: Sagan á bak við Lava Porcelain Bowl.
Í meira en 18 ár hefur IgorMićević mótað listræna stefnu Blue LagoonSkincare— fyrst sem grafískur hönnuður og nú, síðustu sex ár, sem hönnunarstjóri vörumerkisins. Með skálinni tekur sköpun Igors nýja stefnu—þar sem hráefni úr íslenskri náttúru sameinast í handverki. Skálin er gerð úr hrauni nálægt Bláa Lóninu, brennd í litlum skömmtum, unnin af alúð, undirrituð af listamanninum og er því hvert eintak algjörlega einstakt. Í þessu samtali deilir Igor sögunni á bak við verkefnið og því hvernig hráar en fágaðar andstæður Íslands halda áfram að veita sköpun hans innblástur.
Þú hefur verið hönnunarstjóri Blue LagoonSkincare í yfir 18 ár. Hvað var það sem veitti þér innblástur að LavaPorcelainBowl?
Þegar ég kom fyrst til Íslands árið 2007 varð ég samstundis hugfanginn. Óspillt víðátta landsins og dularfullt landslag festist strax í huga mér. Ég uppgötvaði heim sem var bæði töfrandi og ólýsanlega fallegur—land sem líktist engu sem ég hafði áður séð. Staður þar sem samhljómur og andstæður lifa saman: svart og hvítt, eldur og ís, löng dimm vetrarkvöld og miðnætursól. Ég gat ekki fengið nóg af þessum frumstæða einfaldleika. Þessi fyrsta ferð hafði svo djúpstæð áhrif á mig að ég endaði á því að flytja til Íslands og búa þar í tvö ár. Yfir þann tíma sökkti ég mér í landslagið, áferðina og taktfestu náttúrunnar. Það hefur enn þann dag í dag áhrif á mína listsköpun.
Byrjaðirðu strax að safna minjum úr náttúrunni?
Já—sumir staðir urðu mér svo kærir að ég heimsótti þá aftur og aftur. Ég hafði alltaf þörf fyrir að taka með mér lítið brot frá þessum stöðum—minjagripi sem festu augnablikið í sessi. Ég varð fljótur heillaður af sérkennilegum steinum, hnöttóttu smágrjóti, svörtum hraunsandi og gljáandi hrafntinnu. Árin liðu og skúffurnar mínar fylltust af þessum jarðfræðilega fjársjóði. Ég opnaði skúffurnar eins og ljósmyndaalbúm og rifjaði upp hverja ferð, hverja stund.
Var eitthvað sérstakt augnablik eða gripur sem stendur upp úr?
Já, ég á glerhólk með hraunsandi úr fyrstu heimsókn minni í Bláa Lónið. Sú upplifun var sérstaklega eftirminnileg, og sandurinn prýðir nú hilluna fyrir ofan skrifborðið mitt. Í hvert skipti sem ég horfi á hann rifjast dagurinn upp fyrir mér.
Hvað varð til þess að þú fórst í það að hanna nytjahluti eins og skál?
Á einhverjum tímapunkti fór ég að velta því fyrir mér: hvað ef ég gæti umbreytt þessum minjagripum í hluti sem hægt er að nota dags daglega? Eitthvað nytsamlegt sem hafði samt tilfinningalegt gildi.Þegar ég vann að postulínssafninu mínu kviknaði hugmyndin—að blanda saman sandi, gleri og leir, bræða hraun inn í postulín og búa til ílát fyrir kaffi—með upplifun Bláa Lónsins í huga, hlýjunni úr vatninu, lyktina af brennisteini og gufunni sem stígur upp í loftið.
Væri hægt að segja að skálin sé meira en hönnunargripur - að hún geymi minningar?
Akkúrat. Þetta gæti verið morgunverðarskál sem flytur mig aftur til Vestfjarða, að litla rauða húsinu með útsýnið yfir sjóinn.Steinar, sandur og smágrjót sem ég hef safnað í gegnum árin eru í raun kveikjan—bæði sem innblástur en líka bein tenging í hráefnið. Andstæðan milli hrárra, dökkra áferða og viðkvæms hvíts postulíns finnst mér ótrúlega falleg.
Segðu okkur meira um keramiksafnið og tengsl þess við Bláa Lónið.
Verkefnið er bein tenging við staðinn og mínar minningar þaðan. Í þessari vörulínu sem er tileinkuð Bláa Lóninu umbreytast helstu þættir—hraun, steinefni og kísill—í list. Minningar og áferð verða eitt. Litir línunnar endurspegla kjarnann í lóninu: vatn, kísill og hraun. Samspil þeirra—andstæður, samhljómur, áferð—mynda eins konar sjónrænt tungumál.
Verkin virðast fáguð og einföld við fyrstu sýn. Er það meðvitað?
Já. Einfaldleiki hönnunar getur verið blekkjandi. Undir yfirborðinu liggja ótal hlutir sem allir eiga sinn þátt í að móta lokaútkomuna - innblástur úr ólíkum áttum og brot úr náttúrunni sem umlykur Bláa Lónið verða nú varðveitt í postulíni.