Hátíðarklúturinn fylgir öllum pöntunum yfir 25.000 kr.

Karfa 0

Frábært! Þú færð fría heimsendingu Þú ert 95 kr frá því að fá fría heimsendingu
Engar fleiri vörur í boði til kaupa

Verð á vörum Fylgir frítt
Sendingarkostnaður, skattar og afsláttarkóðar eru reiknaðir við kaup

Karfan þín er tóm

sögur

Týpískur dagur í Bláa Lóninu

Týpískur dagur í Bláa Lóninu getur falið í sér ýmislegt, en hann byrjar alltaf á göngutúr um hlykkjóttan gangveg sem afmarkast af aldagömlu hrauni sem markar Mið-Atlantshafshrygginn. Þessi heillandi leið leiðir þig að heilsulind Bláa Lónsins. Byggingin er hönnuð til þess að tengjast eldfjallasvæðinu og er hlið að sannkölluðum töfraheimi. Allt frá kröftum lónsins, til ánægjunnar af nuddi í vatni, yfir í hreina íslenska matargerð fer heilsulindin með hugann og líkamann í heim sem einkennist af slökun, tímaleysi og vellíðan.

Uppgvötaðu vatnið

Lífvirkt vatn er bæði hjarta og sál Bláa Lónsins. Það er kjarni upplifunarinnar. Vatnið á rætur sínar að rekja djúpt neðanjarðar úr eldfjallavatnsæðum, þar sem ferskvatn og jarðsjór renna saman. Þetta steinefnaríka undur styrkir húðina, endurnýjar hana og nærir. Það er ástæðan fyrir því að Bláa Lónið var útnefnt eitt af undrum heims af National Geographic árið 2012.

Lífvirku þættir vatnsins - kísill, örþörungar og steinefni - hafa kraftmikla eiginleika. Þessi innihaldsefni eru unnin á sjálfbæran hátt í Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Bláa Lónsins, og verða lykilinnihaldsefnin í húðvörunum okkar. Kísill Bláa Lónsins er djúphreinsandi fyrirbæri sem styrkir varnarlag húðarinnar. Örþörungar Bláa Lónsins - tegund sem er einstök fyrir þetta ótrúlega vistkerfi - er andoxunarafl sem örvar kollagenmyndun og dregur úr niðurbroti kollagens. Steinefni Bláa Lónsins endurnæra og efla húðfrumur.

Gestirnir okkar spyrja oft hversu lengi þeir megi vera í lóninu. Svarið er einfaldlega það að tíminn er ótakmarkaður. Báðir aðgangsmiðarnir - Comfort og Premium - veita aðgang að himnesku vötnunum okkar allan daginn. Kannið, fljótið, spjallið, takið myndir, hugleiðið - lónið er ykkar til að uppgötva og njóta: 8700 fermetrar af yfirnáttúrulegum, steinefnaríkum jarðhita. Við mælum með morgninum og/eða kvöldinu þegar fjöldi gesta er í lágmarki og friðsældin í hámarki.

Upplifið maskana okkar

Með einstaka kísilleirmaskanum okkar, ásamt möskum úr örþörungum, steinefnum og hrauni, gerir maskabarinn í vatninu þér kleift að upplifa krafmikla eiginleika vatnsins í sinni hreinustu mynd. Þegar þú berð á þig maska getur þú notið þess að vera í lóninu á meðan maskarnir vinna undraverk. Þó að maskaupplifunin sé einstök og mjög endurnærandi þarf hún ekki að vera bundin við dag í Bláa Lóninu. Húðvörurnar okkar gera það mögulegt fyrir þig að endurskapa þessa húðrútínu heima - eða hvar sem er.

Njótið veitinga og skoðið heilsulindina

Lónið býður einnig upp á bar ofan í vatninu, gufuhelli og nuddfoss. Samanlagt stækka þessi upplifunarsvæði möguleikana á deginum þínum í Bláa Lóninu: slakaðu á í þurrum hita í gufubaðinu; leitaðu skjóls í rökum hita hellisins, þar sem gufan kemur beint upp úr jörðinni; njóttu slakandi strauma heita fossins, sem linir vöðva og minnkar streitu; og svalaðu þorstanum með smoothie eða einhverju sterkara.

Dekraðu við þig með nuddi í vatninu

Nuddið í vatninu varð til fyrir 20 árum sem svar við hógværri beiðni gests og hefur orðið vinsæl viðbót við daginn í Bláa Lóninu. Með því að sameina ánægju nuddsins, krafta lífvirks vatns og stórkostlega fegurð eldfjallalandlagsins, leiðir þessi óvenjulega meðferð þig inn í nýjar víddir vellíðunar. Á meðan þú flýtur í róandi hlýju einangraða svæðisins í Bláa Lóninu og nýtur þess að vera í áður óþekktu slökunarástandi, getur þú sameinast náttúrunni.

Borðaðu við strendur undurs veraldar

Dagur í Bláa Lóninu mun óumflýjanlega vekja hjá þér góða matarlyst. Lava Restaurant er lykillinn að því að seðja hungrið. Veitingastaðurinn er byggður inn í stórbrotinn hraunklett á vesturströnd Bláa Lónsins og sameinar stórfenglegt útsýni, náttúrulega hönnun og klassíska íslenska matargerð. Lava opnaði árið 2007 og býður upp á rúmgott rými og tvöfalda glugga sem ná frá gólfi til lofts, og skapa þannig umgjörð fyrir ógleymanlega matarupplifun við bakka undurs veraldar.

Farðu í göngutúr um undraland eldfjalla

Dagur í Bláa Lóninu felur einnig í sér könnun á svæðinu. Það eru margar gönguleiðir - hannaðar og mótaðar af Bláa Lóninu - sem veita þér frelsi til að rölta um þetta stórkostlega landslag og leiða þig í gegnum aldagamalt hraun, þakið mosa. Gönguleiðirnar veita þér nánari tengsl við náttúruna, á sama tíma og þær vernda hreina náttúruna og heiðra viðkvæma gróðurflóruna.

Uppgötvaðu húðvörur Bláa Lónsins

Lokastig upplifunar þinnar í Bláa Lóninu gæti verið stopp í húðvöruverslun okkar. Þar finnur þú allt vöruúrvalið okkar. Allt frá kremum, möskum til hreinsa og djúphreinsa, opnar vörulínan okkar fjársjóðina sem lífvirka vatnið hefur að geyma, þar sem steinefni og örverur úr lóninu eru eimaðar í öflugar formúlur sem veita varanlegan ljóma.

Varðveittu minningarnar um alla ævi

Með sinni innri hlýju, undrun og vellíðan verður dagur í Bláa Lóninu að minningu sem varir alla ævi. Og jafnvel þó þú getir aldrei komið aftur í heimsókn geturðu alltaf upplifað náttúrulega krafta vatnsins með húðvörum frá Bláa Lóninu.