VEGLEGIR KAUPAUKAR OG FRÍ HEIMSENDING ÞEGAR VERSLAÐ ER FYRIR 9.900 EÐA MEIRA.

Karfa 0

Frábært! Þú færð fría heimsendingu Þú ert 95 kr frá því að fá fría heimsendingu
Engar fleiri vörur í boði til kaupa

Verð á vörum Fylgir frítt
Sendingarkostnaður, skattar og afsláttarkóðar eru reiknaðir við kaup

Karfan þín er tóm

FERÐALAG VÍSINDA

Uppruni Bláa Lónsins

Sagan okkar er ævintýri um samþættingu náttúrunnar og vísindanna, sem endar á sjálfbærum lífrænum húðvörum.

Frá iðrum jarðar


Bláa Lónið er eitt af undrum veraldar. Uppspretta vatns Bláa Lónsins er jarðsjór sem finnst á 2000 metra dýpi. Hiti og mikill þrýstingur sér til þess að jarðsjórinn ferðast upp á yfirborðið. Jarðsjórinn samanstendur af salt- og ferskvatni og er ríkur af kísil, þörungum og steinefnum sem gefa honum einstakan lækningarmátt.

Lón verður til, íbúar fá áhuga


Eiginleikar lónsins voru fyrst uppgötvaðir í byrjun áttunda áratugarins þegar íbúar í grenndinni byrjuðu að baða sig í hlýja bláa vatninu sem hafði myndast í hrauninu. Eftir því sem vatnið stækkaði og varð að lóni þá jókst áhuginn og fólk frá öllum Reykjanesskaga fór að flykkjast að. Sumir komu í leit að afslöppun og aðrir að meðferð við psoriasis. Hvort heldur sem var, þá fóru allir endurnærðir heim.

Vísindamenn byrja rannsóknir


Árið 1987 byrja vísindamenn að taka sýni úr jarðsjónum. Greining þeirra sýnir vatn sem er óvenjulega ríkt af steinefnum, sérstaklega kísil. Nánari rannsóknir benda til þess að vatnið í lóninu hafi mjög góða áhrif á psoriasis. Læknir frá Reykjavík, Grímur Sæmundsen, fær með sér í lið vísindamenn, þar á meðal Ásu Brynjólfsdóttur, til að leiða rannsóknir á einstaka vatninu og vera í fararbroddi við þróun Bláa Lóns húðvörum.

Rannsóknir staðfesta það sem lengi var grunað

In vitro og in vivo rannsóknir staðfesta áhrifin sem þörungar og kísillinn hafa á öldrun húðarinnar og til að styrkja varnarlag hennar. Unnið af prófessor Krutmann og birt í Experimental Dermatology, þá urðu þessar rannsóknir hornsteinninn í að Bláa Lóninð öðlast einkaleyfi fyrir notkun á helstu lífrænum efnum fyrirtækisins í snyrtivörurm og lyfjum. Árið 2014 veitir Bandaríska Patent & Vörumerkjaembættið Bláa Lóninu einkaleyfi fyrir þörungunum; árið 2015 veitir Evrópuvörumerkjaembættið (EPO) Bláa Lóninu önnur einkaleyfi fyrir þörungunum. Þremur árum síðar veitir EPO Bláa Lóninu einkaleyfi fyrir kísilnum.

BL+ COMPLEX verður til

Þetta einstaka og áhrifaríka hráefni sameinar kollagenvirkjun- og kollagenvarðveislu þörunga Bláa Lónsins ásamt styrkingu húðvarnar með kísil Bláa Lónsins. Líffræðilegt afl í , lífrænum umbúðum sem kemst djúpt inn í húðina. BL+ verður til og er krúnudjásnð í innihaldsefnum húðvara Bláa Lónsins.