
Djúpt inn í vísindin
30 ár af Silica Mud Mask: Viðtal við Ásu Brynjólfsdóttur, rannsóknar- og þróunarstjóra Bláa Lónsins.
Hvernig náttúruundur varð ómissandi í húðumhirðu.
Þetta hófst allt með Silica Mud Mask. Á áttunda áratug síðustu aldar, skömmu eftir að Bláa Lónið myndaðist í hrauni á Reykjanesskaga, uppgötvuðu Íslendingar jákvæð áhrif þess á húðina.
Árið 1987 staðfestu vísindarannsóknir hvers vegna: jarðsjórinn var einstaklega ríkur af steinefnum, einkum af kísil. Þessi uppgötvun leiddi til stofnunar Rannsóknar- og þróunarstöðvar Bláa Lónsins árið 1993. Þar hófu vísindamenn, þar á meðal Ása Brynjólfsdóttir – núverandi rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa Lónsins – að kanna áhrif kísilríks jarðsjós á húðina.
Árið 1995 kom fyrsta varan, Silica Mud Mask, á markað og Blue Lagoon Skincare varð til. Í 30 ár hefur maskinn öðlast heimsfrægð fyrir virkni og sem tákn íslenskrar náttúru og fegurðar.
„Bláa Lónið er náttúruundur sem National Geographic hefur viðurkennt – og Silica Mud Mask er eins og að taka hluta af því undri með sér heim,“ segir Ása. „Það sem gerir hann svona aðlaðandi er tengingin hans við sjálfan kjarnann í jarðsjónum. Hann sameinar ekta íslenska upplifun og áhrifaríka, náttúrulega húðvöru.“
Hér segir Ása frá sögu Silica Mud Mask, þróun hennar og hvað gerir hana að tímalausri húðvöru.
Förum aftur til upphafsins. Hver var innblásturinn við þróun Silica Mud Mask og hvaða áskoranir mættuð þið í þróunarferlinu?
Silica Mud Mask varð til vegna raunverulegrar eftirspurnar hjá sjúklingum okkar. Fólk sem heimsótti Lækningalind Bláa Lónsins fyrir náttúrlegar psoriasis meðferðir, sem fólst í því að baða sig í kísilríka jarðsjónum, fóru að óska eftir því að fá kísil með sér heim til að halda meðferðinni áfram. Við brugðumst við þeirri ósk með því að þróa Silica Mud Mask. Helsta áskorunin var að finna leiðir til að koma þessari náttúrulegu og kraftmiklu auðlind í stöðuga og hágæða húðvöru. Það skilaði sér svo í þessari einstöku húðvöru.
Hvernig uppgötvaðir þú einstöku eiginleika kísilsins og hvað gerði hann að grunni fyrstu vöru ykkar?
Þegar lónið myndaðist árið 1976, vakti ljómandi blátt vatnið strax athygli. Vísindamenn komust fljótlega að því að liturinn stafaði af miklu magni kísils í vatninu – sem einnig settist sem leir á botninn. Fyrstu klínísku rannsóknir húðsjúkdómalækna sýndu að vatnið hafði jákvæð áhrif á psoriasis. Þegar fregnir af þessu bárust, kom fram sterk ósk frá sjúklingum um að geta haldið meðferðinni áfram heima. Þetta samtal milli vísinda og eftirspurna sjúklinga var kveikjan að húðvörumerki okkar, sem hófst með Silica Mud Mask.
Hver voru fyrstu viðbrögðin þegar Silica Mud Mask kom á markað fyrir 30 árum og hvernig hefur hann þróast yfir í heimsþekkta húðvöru?
Viðbrögðin voru frábær. Fyrir sjúklinga okkar var þetta eins og að taka hluta af Bláa Lóninu með sér heim. Með tímanum varð maskinn meira en bara húðvara, hann varð dýrmæt tenging við einstaka upplifun í lóninu. Í dag er hann miklu meira en það. Blue Lagoon Silica er einkaleyfisvarið aðalinnihaldsefni maskans og er þekkt fyrir að djúphreinsa, styrkja og bæta varnarlag húðar. Þessir eiginleikar kísilsins hafa gert maskann að viðurkenndri vöru á heimsvísu, oft nefndur ,,hvíta undrið" vegna einstakra eiginleika sinna.
Geturðu sagt okkur frá hvernig sjálfbær vinna kísilsins fer fram og mikilvægi þess fyrir gildi vörumerkisins?
Sjálfbærni er kjarninn í öllu sem við gerum. Kísillinn er unnin í Rannsóknar- og þróunarstöð okkar með náttúrulegum aðferðum. Við kælum jarðhitavatn með köldu lofti sem veldur útfellingu kísilsins. Þessi jarðhitaauðlind er endurnýjanleg og við lítum á það sem okkar ábyrgð að vernda hana fyrir komandi kynslóðir.
Hvernig hafa vísindin á bak við maskann breyst eða þróast í gegnum árin?
Þökk sé vísindalegum framförum hefur skilningur okkar á því hvernig kísill hefur jákvæð áhrif á húðina aukist til muna. Formúlan sjálf hefur þó haldist í gegnum árin. Silica Mud Mask er að mestu leyti unninn úr kísilleir og hefur rétt svo verið aðlagaður til þess að mæta breytingum á umbúðum eða geymsluaðferðum. Einfaldleikinn að nota fá innihaldsefni hefur verið lykillinn að stöðugleika og virkni maskans í gegnum árin.
Hvernig hefur það verið að sjá maskann verða þekkt vara um allan heim?
Ég er alveg gríðarlega stolt af þessu. Maskinn gerir okkur kleift að deila töfrum Bláa Lónsins með heiminum og sýna það besta úr íslenskri náttúru og vísindum. Að sjá hann fá viðurkenningu á heimsvísu er mjög gefandi.
Getur þú deilt eftirminnilegu augnabliki eða áfanga í 30 ára sögu vörunnar?
Eitt augnablik sem hefur alltaf fylgt mér er það þegar Jean Krutmann prófessor, húðsjúkdómalæknir sem leiddi rannsóknirnar á lífvirku efnum Bláa Lónsins, kísil og örþörungum, deildi niðurstöðum með okkur. Hann leit á mig og sagði ,,Þetta er hin fullkomna blanda til að vinna á hrukkum og fínum línum!" Ég mun aldrei gleyma því augnabliki. Þetta voru tímamót fyrir okkur, staðfesting á byltingakenndri uppgötvun að kísill og örþörungar Bláa Lónsins styrkja varnarlag húðar ásamt því að örva kollagenframleiðslu. Sú uppgötvun mótaði framtíð húðvara okkar og undirstrikaði einstakt hlutverk lónsins í að gjörbylta húðvöruheiminum.
Þegar þú lítur yfir ferðalag þitt með Blue Lagoon Skincare, hverju ertu stoltust af og hvað sérðu fyrir þér næstu 30 ár vörumerkisins?
Ég er ótrúlega stolt af því hvernig okkur hefur tekist að nýta vistkerfi lónsins til að skapa eitthvað sem nýtist fólki um allan heim, án þess að víkja frá kjarnagildum okkar í sjálfbærni og vísindum. Þegar ég horfi til framtíðar sé ég fyrir mér áframhaldandi nýsköpun, rannsóknir á lífvirku eiginleikum lónsins, nýjar uppgötvanir og þróun á húðvörum sem hjálpa fólki um allan heim.
Arfleiðin lifir áfram
Nú þegar Blue Lagoon Skincare fagnar 30 ára afmæli, minnir sagan af Silica Mud Mask á gildi vísinda, sjálfbærni og tímalausrar hönnunar. Frá upphaflegu hlutverki hans í nátturulegum psoriasis meðferðum til dagsins í dag sem alþjóðleg húðvara þekkt fyrir virkni – maskinn er vitnisburður um mátt íslenskrar náttúru.
Uppgötvaðu kraft Silica Mud Mask í dag.