Sendingar
Allar pantanir eru afgreiddar frá verslun okkar í Kringlunni og eru sendar með Póstinum um land allt. Við gerum okkar besta til að tryggja þér bestu og skjótvirkustu sendingarleiðir sem völ er á, en sendingartíminn veltur þó alltaf á staðsetningu viðtakanda. Vörur er einungis sendar innan Íslands. Almennt tekur póstsending 1-4 virka daga.
Skil og endurgreiðslur
Eftir að viðskiptavinur hefur móttekið vöru er hann hvattur til að yfirfara vöruna og ganga úr skugga um að reikningur/kvittun sé í samræmi við pöntun. Viðskiptavinur hefur rétt á að skila vöru innan 14 daga frá því að hann veitti vörunni viðtöku og fá hana að fullu endurgreidda. Endurgreiðsla vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins en annar kostnaður, svo sem vegna flutnings til eða frá viðskiptavini, er á ábyrgð viðskiptavinar.
Skilyrði fyrir vöruskilum eru að vara sé ónotuð, í fullkomnu lagi og að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Blue Lagoon Skincare metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef framangreindum skilyrðum er áfátt.
Fjárhæð vöru sem skilað er fæst endurgreidd inn á þann greiðslumiðil sem notaður var við kaup.
Viðskiptavinur getur sent beiðni um skil á netfangið: skincare@bluelagoon.is, í gegnum aðgang sinn eða á formi sem má nálgast á hér eða mætt í verslanir Blue Lagoon Skincare til að skila vöru.
Gölluð vara:
Ef viðskiptavinur telur sig hafa fengið afhenta gallaða vöru ber honum að tilkynna það um leið og galla er vart með því að senda tilkynningu þess efnis á netfangið: skincare@bluelagoon.is ásamt upplýsingum um pöntunarnúmer. Að öðrum kosti getur viðskiptavinur glatað rétti sínum til endurgreiðslu.
Framvísa þarf reikningi/kvittun til staðfestingar að vara hafi verið keypt í vefverslun Blue Lagoon Skincare. Gölluð vara er endurgreidd ásamt sendingarkostnaði eða annað eintak af sömu vöru sent til viðskiptavinar honum að kostnaðarlausu.