Frí heimsending á pöntunum yfir 9.900 kr.

Settu saman þína húðrútínu

Húðin þín hefur mismunandi þarfir á ólíkum tímum. Hér er tillaga um hvernig best er að hlúa að henni kvölds og morgna.

Morgunrútína

Skref 1 – Hreinsun

Fjarlægðu farða, óhreinindi og mengun á mildan hátt með Foaming Cleanser. Þessi steinefnaríki og létti andlitshreinsir hreinsar húðina og skilur við hana í jafnvægi.

Skref 2 – Serum

BL+ The Serum sameinar virkni c-vítamíns með BL+ COMPLEX til að auka ljóma og styrkja húðina. C-vítamín hefur kröftuga andoxunarvirkni og ver húðina gegn mengun.

Skref 3 – Augnserum

Gefðu augnsvæðinu raka og minnkaðu þreytumerki og þrota með BL+ Eye Serum. Kælandi stálkúla frískar samstundis og tryggir auðvelda notkun.

Skref 4 – Dagkrem

Læstu rakann inni með BL+ The Cream Light. Mýkjandi formúla sem gefur langvarandi raka, styður við varnarlag húðar og veitir fallegan ljóma.

Kvöldrútína

Skref 1 – Retinól

Berðu BL+ Retinol Cream 0,3% á andlit og háls eftir hreinsun. Retinól styður við náttúrulega frumuendurnýjun húðarinnar, jafnar húðlit og bætir áferð.

Skref 2 – Augnkrem

Berðu lítið magn af BL+ Eye Cream á augnsvæðið með léttum hringlaga hreyfingum til að slétta, þétta og vernda viðkvæmu húðina í kringum augun.

Skref 3 – Næturkrem

Berðu BL+ The Cream á andlit og háls. Ríkulegt og nærandi krem með einstaka samsetningu lífvirkra efna sem örva kollagenframleiðslu í húð, slétta áferð og auka þéttleika.

Skref 4 – Varasalvi

Ljúktu kvöldrútínu þinni með því að bera Lip Balm á varirnar. Mýkjandi formúla rík af örþörungum Bláa Lónsins gefur raka og nærir varirnar yfir nótt.

Vikulegt dekur

Silica Mud Mask

Djúphreinsandi og styrkjandi andlitsmaski sem hreinsar, bætir áferð og dregur úr sýnileika svitahola. Berðu Silica Mud Mask á hreina húð og láttu hann liggja á húðinni í 5-10 mínútur, skolaðu svo af með volgu vatni.

Mineral Mask

Öflugur og rakagefandi andlitsmaski sem veitir húðinni rakaskot. Berðu Mineral Mask á hreina húð, láttu hann liggja á í 10-20 mínútur, eða yfir nótt fyrir aukinn raka og líflegra yfirbragð, skolaðu svo af með volgu vatni,

Algae Mask

Ríkulegur, nærandi andlitsmaski sem gefur húðinni samstundis aukinn ljóma og dregur úr fínum línum og hrukkum. Berðu Algae Mask á hreina húð, láttu hann liggja á í 5–10 mínútur, skolaðu svo af með volgu vatni.


Close dialog

Blue Lagoon Skincare

Fáðu 15% afslátt af stökum vörum með fyrstu pöntun

Please select your home region