















BL+ The Cream Light
Létt og áhrifaríkt andlitskrem þróað til að gefa húðinni langvarandi raka, koma á jafnvægi og draga úr sýnileika fínna lína. BL+ The Cream Light inniheldur einstaka samsetningu lífvirkra efna sem róa, auka þéttleika og slétta áferð húðar.
Virkni knúin áfram af okkar einstaka BL+ COMPLEX sem örvar nýmyndun kollagens og styrkir varnarlag húðar.
ÁVINNINGUR
Fínar línur verða minna sýnilegar og jafnvægi kemst á húðina. Húðin verður rakafyllt, frísklegri og fær ljómandi yfirbragð.
- Létt og mjúk áferð, formúla sem gengur hratt inn í húðina
- Non-comedogenic, lokar ekki húðinni heldur andar vel
- Prófað af húðlæknum
- Án ilmefna
- Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
- Hentar grænkerum
- Hentar venjulegri, blandaðri eða olíukenndri húð. Getur einnig hentað þurri húð í heitara loftslagi eða húð kvenna sem ganga í gegnum hormónabreytingar breytingaskeiðsins.
KLÍNÍSKAR NIÐURSTÖÐUR
Óháð rannsókn framkvæmd af húðlækni eftir fjögurra vikna notkun.
Hrukkur
allt að 31% minnkun á dýpt hrukkna*
Teygjanleiki
allt að 29% bæting í teygjanleika húðar**
Þéttleiki
allt að 17% bæting í þéttleika húðar**
Slétt áferð I Broshrukkur á augnsvæði
allt að 33% sléttari húð*
Slétt áferð I Kinnar
allt að 25% sléttari húð*
* Metið með Primos CR-SF mælingatæki.
** Mælt með Cutometer®
INNIHALDSEFNI
Lykilefni:
BL+ COMPLEX örvar nýmyndun kollagens, dregur úr niðurbroti kollagens og styrkir varnarlag húðarinnar. Við hönnun á BL+ COMPLEX er notuð náttúruleg fosfólípíðferja til þess að koma einstakri blöndu af einkaleyfisvörðum örþörungum og kísil Bláa Lónsins djúpt niður í húðlögin til að hámarka virkni. Einstakt innihaldsefni á heimsvísu sem finnst einungis í BL+ húðvörulínunni og er afrakstur 30 ára rannsóknavinnu á Bláa Lóns vatninu.
JARÐSJÓR BLÁA LÓNSINS endurnærir húðina með nauðsynlegum steinefnasöltum og eykur þannig heildarvirkni formúlunnar.
NÍASÍNAMÍÐ, vatnsleysanlegt B3-vítamín, hefur margvíslegan ávinning. Fyrirbyggir skemmdir af völdum útfjólublárra geisla, styrkir varnarlag húðarinnar auk þess að bæta húðtón og áferð.
SERAMÍÐ veita raka og bæta lípíðforða en þau fyrirfinnast náttúrulega í húðinni. Þau gegna mikilvægu hlutverki í varnarlagi húðarinnar og gera hana mýkri og sléttari.
HÝALÚRÓNSÝRA tryggir rakagjöf niður í dýpstu húðlögin svo húðin fær rakafyllt og slétt yfirbragð.
ALOE VERA, róandi og rakagefandi innihaldsefni sem nærir húðina.
PANTENÓL, vatnsleysanlegt B5-vítamín sem veitir raka og róar húðina.
Öll innihaldsefni:
WATER (AQUA), DICAPRYLYL ETHER, PROPANEDIOL, PENTYLENE GLYCOL, C15-19 ALKANE, NIACINAMIDE, TREHALOSE, SEA WATER (MARIS AQUA), GLYCERYL BEHENATE, CALCIUM SODIUM BOROSILICATE, GLYCERIN, LAUROYL LYSINE, MICROCRYSTALLINE CELLULOSE, OLEA EUROPAEA (OLIVE) FRUIT OIL, PRUNUS DOMESTICA SEED OIL, SODIUM STEAROYL GLUTAMATE, PANTHENOL, SODIUM HYALURONATE, SODIUM LEVULINATE, CITRIC ACID, CELLULOSE GUM, XANTHAN GUM, SODIUM ANISATE, TITANIUM DIOXIDE (CI 77891), ALOE BARBADENSIS LEAF JUICE POWDER, CERAMIDE NP, MICA (CI 77019), PANTOLACTONE, ALGAE EXTRACT, BENZALDEHYDE, SILICA, LECITHIN, TOCOPHEROL, SODIUM HYDROXIDE.
NOTKUN
- Notið kvölds og morgna, eftir hreinsun, á andlit og háls.
- Berið með léttum strokum upp á við.
ALGENGAR SPURNINGAR
Hentar þetta minni húðgerð?
BL+ The Cream Light er tilvalið fyrir venjulega, blandaða eða olíukennda húð. Getur hentað líka húðgerðum sem eiga það til að fá bólur, sem og viðkvæmri húð, t.d. húð kvenna sem ganga í gegnum hormónabreytingar breytingaskeiðsins.
Hvernig vel ég á milli BL+ The Cream og BL+ The Cream Light?
BL+ The Cream hefur ríkulegri áferð og hentar venjulegri og þurri húð. BL+ The Cream Light hefur léttari áferð og hentar venjulegri, blandaðri eða olíukenndri húð. Það er því áferðarmunur á vörunum til að mæta mismunandi húðgerðum.
Hvernig er áferðin?
BL+ The Cream Light hefur létta og mjúka áferð, gefur frískandi og rakagefandi tilfinningu. Andlitskremið stíflar ekki svitaholur.
Hversu lengi endast 50 ml og 15 ml krukkurnar?
50 ml krukkan endist í 1-2 mánuði miðað við að kremið sé borið á tvisvar á dag. 15 ml krukkan endist í 2-3 vikur miðað við að kremið sé borið á tvisvar á dag.
Hvert er geymsluþol vörunnar?
Eftir að varan hefur verið opnuð er geymsluþolið sex mánuðir. Til að tryggja gæði vörunnar skal þess gætt að umbúðirnar verði ekki fyrir miklum hitabreytingum – bæði hita og kulda.