Núverandi boð
80.000 kr
Uppboðsskilmálar
Með skráningu og boði á góðgerðaruppboði (hér eftir „uppboðið“) BLUE LAGOON SKINCARE ehf. samþykkja þátttakendur (bjóðendur) skilmála þessa.
Með skráningu samþykkir þátttakandi að persónuupplýsingar þær, sem veittar eru af hans hálfu (nafn og netfang), verði nýttar til að úrskurða um og hafa samband við hæstbjóðanda. Að því loknu verður öllum persónuupplýsingum sem safnast vegna þátttöku í uppboðinu eytt.
BLUE LAGOON SKINCARE ehf. er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga vegna uppboðsins.
Verkið sem boðið er upp er glerlistaverk sem unnið er af Siggu Heimis og samanstendur af þremur glerdropum. Verkið verður til sýnis í verslun Blue Lagoon Skincare á Laugavegi. Hugmyndin af verkinu var unnin fyrir jólaherferð BLUE LAGOON SKINCARE ehf.
Boð í verkið fara fram í gegnum sérstakt rafrænt skráningarform. Engin takmörk eru á fjölda boða hvers einstaklings en áréttað er að boð eru bindandi.
Uppboðið stendur frá 20. nóvember til miðnættis 21. desember 2025.
Kaupandi glerlistaverksins er sá bjóðandi sem leggur fram hæsta boð og verður haft samband við hæstbjóðanda með tölvupósti þann 17. desember 2025.
Kaupverð glerlistaverksins rennur óskert til Einstakra barna, stuðningsfélags barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni.
Um verkið
Listaverkið Undur í hverjum dropa eftir Siggu Heimis er munnblásin glerlist, endurspeglar einstakan jarðsjó Bláa Lónsins. Verkið samanstendur af þremur glerdropum sem hengdir eru í loft.
Innblásturinn kom frá vatninu og þeirri hugmynd að það sé grundvöllur lífs, heilsu og fegurðar. Sigga segir vatnið hafa leitt hana að hugmyndinni um stóra, flæðandi dropa sem endurspegla bæði hreyfingu og tærleika. „Það er lykilatriði fyrir húðina, sem er stærsta líffæri okkar, að fá raka. Mér þótti því við hæfi að skapa verkið í formi vatnsdropa og hylla með því okkar íslenska, ómetanlega vatn,“ segir hún.
Droparnir eru mótaðir úr endurunnu gleri, unnu úr gömlum bláum ginflöskum, sem gefur verkinu bæði lit og dýpt. Sigga bendir á að sjaldan rignir regnið beint niður á Íslandi, vindurinn er alltaf með í för og setur þessi náttúrulegi kraftur því svip sinn á verkið.
Hugmyndin var unnin fyrir Blue Lagoon Skincare og prýðir útstillingaglugga allra verslana yfir aðventu og jól.