Hand Wash
Mild handsápa sem hreinsar hendurnar á áhrifaríkan hátt og gefur húðinni raka. Auðguð lífvirkum og steinefnaríkum jarðsjó Bláa Lónsins.
ÁVINNINGUR
Hand Wash hreinsar hendurnar á mildan og áhrifaríkan hátt.
- Létt gelkennd áferð
- Frískandi ilmur
- Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
- Hentar öllum húðgerðum og grænkerum
INNIHALDSEFNI
Lykilefni:
JARÐSJÓR BLÁA LÓNSINS er dýrmæt uppspretta nauðsynlegra steinefna sem efla og styrkja varnir húðarinnar. Uppleystu steinefnin gera húðina móttækilegri fyrir upptöku annarra virkra innihaldsefna svo heildarvirkni formúlunnar eykst
Öll innihaldsefni:
WATER (AQUA), ALOE BARBADENSIS LEAF JUICE, LAURYL GLUCOSIDE, SODIUM COCO-SULFATE, GLYCERIN, SEA WATER (MARIS AQUA), COCAMIDOPROPYL BETAINE, CITRIC ACID, GLYCERYL CAPRYLATE, FRAGRANCE (PARFUM), SODIUM GLUCONATE, SODIUM HYDROXIDE, SODIUM BENZOATE, PHENOXYETHANOL.
NOTKUN
- Setjið eina pumpu af handsápunni í lófana og blandið saman við vatn.
- Nuddið höndunum saman og hreinsið vel með vatni.
- Fylgið eftir með Hand Lotion.
ALGENGAR SPURNINGAR
Af hverju býr Hand Wash yfir ilmi?
Útvaldar líkams- og hárvörur okkar innihalda frískandi ilm til að skapa endurnærandi upplifun Bláa Lónsins heima fyrir.
Hvert er geymsluþol vörunnar?
Eftir að varan hefur verið opnuð er geymsluþolið sex mánuðir. Til að tryggja gæði vörunnar skal forðast að varan verði fyrir miklum hitabreytingum – hita og kulda.