BLÁA LÓNIÐ
Heimur geislandi vellíðunar þar sem kraftar vísindanna og undur náttúrunnar skapa stórkostlegar upplifanir.

Jarðsjórinn
Bláa Lónið var útnefnt eitt af 25 undrum veraldar af National Geographic árið 2012, þar sem það var heiðrað fyrir sinn einstaka jarðsjó. Þessi fræga auðlind finnst hvergi annars staðar á jörðinni og er rík af kísil, þörungum og steinefnum - frumefnin sem gefa lóninu sína húðnærandi krafta.

Retreat Spa
Þessi neðanjarðar griðastaður, sem nær yfir 2300 fermetra og er umkringdur af heilsulindinni, felur í sér heillandi samspil náttúrunnar, hönnunar og ljómandi krafta jarðsjósins. Retreat Spa inniheldur fjölbreytt upplifunarsvæði sem nær hámarki með Blue Lagoon Ritual, sem samstillir þig við nærandi undur eldvirku jarðarinnar.

Rannsókna- og þróunarmiðstöðin
Í þessari háþróuðu aðstöðu sem er staðsett í návígi við Bláa Lónið, ræktar hópur vísindamanna undir forystu Ásu Brynjólfsdóttur örþörunga, hefur umsjón með sjálfbærri uppskeru kísils úr Bláa Lóninu og dýpkar tengslin milli náttúru og vísinda til að þróa byltingarkennda húðvörutækni.