Gleðilegt nýtt ár!

Karfa 0

Frábært! Þú færð fría heimsendingu Þú ert 95 kr frá því að fá fría heimsendingu
Engar fleiri vörur í boði til kaupa

Verð á vörum Fylgir frítt
Sendingarkostnaður, skattar og afsláttarkóðar eru reiknaðir við kaup

Karfan þín er tóm

VIÐ GÖNGUM LENGRA

Okkar sjálfbæra nálgun

Iceland is home to one of the planet’s most magnificent natural wonders, the Blue Lagoon. That is why every decision we make must work synergistically with nature, with science, with the environment.

Sagan á bak við B corp vottunina

Við hlutum B Corp™ vottun árið 2023, sem staðsetur Bláa Lónið meðal annarra fyrirtækja sem fylgja háum kröfum um félags- og umhverfislegan árangur og ábyrgð. B Corp™ vottunin er árangur þriggja áratuga vinnu sem Bláa Lónið hefur lagt í sjálfbæran vöxt og þróun, með velferð fólksins og umhverfisins í huga í öllu því sem við gerum.

Gegnsæi - alltaf

Við notum eingöngu hráefni sem uppfylla ströngustu umhverfisvænu skilyrðin og eru samþykkt af COSMOS. Það þýðir að allt sem er í formúlunum okkar hefur verið uppskorið á ábyrgan hátt, án þess að skaða náttúruauðlindir okkar, og er framleitt með sem öruggustu og umhverfisvænustu aðferðum og hægt er.

Formúlurnar okkar eru allar 100% lausar við erfðabreytt efni, eiturefni, ilmkjarnaolíur, paraben og jarðolíuefni.

Endurnýting kolefnislosunar

Sjálfbær nýting Bláa Lónsins á margvíslegum orkugjöfum úr auðlindagarðinum í Svartsengi er mótað af jarðhita vistkerfi - kerfi sem lýsir hringrás jarðvarmaorku og aukaafurða hennar, sem notast ekki við jarðefnaeldsneyti.

Betri umbúðir

Við erum í miðju Atlantshafinu, sem umkringir Ísland, og því er ekki valmöguleiki að fylla hafið okkar af plasti. Við notum aðeins ábyrgar umbúðir; 100% endurvinnanlegt gler, ál og FSC-vottaður pappír. Glerflöskurnar og krukkurnar okkar eru úr ljósþolnu UV-gleri sem lengir geymsluþol formúlanna. Vinsamlegast endurvinnið.

LÆRÐU MEIRA UM

Okkar samfélagslegu ábyrgð

Ein af grunnstoðum BL+ er virðing fyrir umheiminum og samfélaginu okkar. BL+ úr Bláa Lóninu styrkir margvísleg góðgerðarmál á sviði íþrótta, lista, heilsu og velferð ungmenna í nærsamfélögum á Reykjanesskaga, sem og um allt land. Við trúum því að sjálfbærni snúist um meira en áhrif okkar á umhverfið - hún snýst um áhrif okkar á hvert annað.

Okkar vottanir

Örþörungar, kísill og jarðsjór úr Bláa Lóninu eru hráefni sem samþykkt eru af COSMOS. Formúlur BL+ serumsins og BL+ augnserumsins eru 100% af náttúrulegum uppruna og innihalda aðeins COSMOS NATURAL-samþykkt hráefni. Einnig eru þessar vörur vottaðar af Ecocert sem er strangasti umhverfisstaðallinn sem til er fyrir snyrtivörur og endurvinnanlegar umbúðir.

Okkar skuldbindingu til endurvinnslu

Allar BL+ umbúðirnar hvetja neytendur til endurvinnslu. Hvort sem um er að ræða FSC-vottaða pappírinn í ytri umbúðunum, eða glerflöskurnar sem innihalda serumin okkar, eru allar BL+ vörurnar hannaðar þannig að neytendur geta auðveldlega endurunnið þær. Þegar glerið er endurunnið á réttan hátt er það mulið og brætt áður en það er mótað í nýjar flöskur eða krukkur. Ennfremur vinnum við með Pure North Recycling á Íslandi til þess að endurvinna allt plast sem framleitt er í rannsóknar- og þróunarmiðstöð okkar með endurnýjanlegri jarðvarmaorku.

Við getum öll haft áhrif

Besta leiðin til að draga úr áhrifum okkar á umhverfið er að neyta minna. Það þýðir minna plast en líka minni umbúðir, minni neysla, minna allt. Við trúum á vísindatengdar, klínískt sannaðar formúlur sem eru svo árangursríkar að þú þarft aðeins nokkrar vandlega valdar hágæða vörur til að uppfylla þínar húðvöru þarfir.