Hydrating Cream
Létt andlitskrem sem gengur hratt inn í húðina og veitir langvarandi raka. Húðin verður rakameiri, sléttari og endurnærð.
ÁVINNINGUR
Hydrating Cream er fínlegt krem sem endurnærir og veitir húðinni raka. Formúlan er tilvalin til daglegrar notkunar eða eftir notkun andlitsmaska til að fullkomna húðrútínuna heima fyrir.
- Einstök gel-krem áferð sem gengur samstundis inn í húðina
- Prófað af húðlæknum
- Án ilmefna
- Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
- Hentar öllum húðgerðum og grænkerum
INNIHALDSEFNI
Lykilefni:
KÍSILL BLÁA LÓNSINS hefur djúphreinsandi, náttúrulega leireiginleika sem draga óhreinindi úr húðinni og bæta yfirbragð hennar. Kísillinn er lífvirkt innihaldsefni sem gefur Bláa Lóninu sinn einkennandi bláa lit og hefur verndandi og styrkjandi áhrif á náttúrulegt varnarlag húðarinnar.
JARÐSJÓR BLÁA LÓNSINS er dýrmæt uppspretta nauðsynlegra steinefna sem efla og styrkja varnir húðarinnar. Uppleystu steinefnin gera húðina móttækilegri fyrir upptöku annarra virkra innihaldsefna svo heildarvirkni formúlunnar eykst.
Öll innihaldsefni:
WATER (AQUA), SEA WATER (MARIS AQUA), GLYCERIN, GLYCERYL STEARATE, PEG-100 STEARATE, CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, BUTYROSPERMUM PARKII (SHEA) BUTTER, UNDECANE, XYLITYLGLUCOSIDE, SODIUM ACRYLATE/SODIUM ACRYLOYLDIMETHYL TAURATE COPOLYMER, METHYL GLUCETH-20, TRIDECANE, ANHYDROXYLITOL, PHENOXYETHANOL, ISOHEXADECANE, STEARIC ACID, PALMITIC ACID, CAPRYLYL GLYCOL, XYLITOL, POLYSORBATE 80, TOCOPHERYL ACETATE, ETHYLHEXYLGLYCERIN, SORBITAN OLEATE, ALOE BARBADENSIS LEAF JUICE POWDER, GLUCOSE, SILICA, SODIUM HYDROXIDE, SODIUM BENZOATE, POTASSIUM SORBATE, LACTIC ACID, TOCOPHEROL, HELIANTHUS ANNUUS (SUNFLOWER) SEED OIL, CITRIC ACID.
NOTKUN
- Notaðu morgna og kvölds eftir hreinsun.
- Berðu á andlit og háls.
ALGENGAR SPURNINGAR
Hvert er geymsluþol vörunnar?
Eftir að varan hefur verið opnuð er geymsluþolið sex mánuðir. Til að tryggja gæði vörunnar skal forðast að krukkan verði fyrir miklum hitabreytingum – hita og kulda.
Hvaðan kemur jarðsjór Bláa Lónsins?
Jarðsjór Bláa Lónsins kemur úr sjálfbærri jarðhitauppsprettu og hefur verið unninn í rannsókna- og þróunarsetri Bláa Lónsins á Íslandi í yfir tvo áratugi.