
djúpt inn í húðina
Fyrstu skref á húðrútína karla
Hvernig á að byggja upp húðrútínu sem vinnur gegn öldrun
Karlar og konur eru byggð á mismunandi hátt. Það vitum við. En líffræðilegi munurinn á okkur er stundum minna áberandi. Til dæmis er húð karla og kvenna mjög ólík. Húð karla er þykkari og olíurkenndari, hún eldist á annan hátt og verður oft fyrir meira álagi (hæ rakvélar!). Þess vegna þarf húð karla sérsniðna og einstaklingsmiðaða húðrútínu.
Líffræði húðar karla á móti húðar kvenna
Í yfirgripsmikilli úttekt á rannsóknum, þar sem líffræðileg uppbygging á húð karlmanna og kvenna er borin saman, greinir National Library of Medicine frá því að húð karlmanna sé mun þykkari en húð kvenna. Karlmenn eru með meiri fituframleiðslu, sem stjórnast af hormónum, og stærri svitaholur; karlmenn upplifa kollagentap með aldrinum því húðþykktin byrjar að minnka við 45 ára aldur. Þessir þættir gera karlmenn viðkvæmari fyrir stífluðum svitaholum og bólum. Og þó að öldrunarmerki birtast seinna hjá karlmönnum þá þróast þau hraðar þegar þau koma fram.
Karlmannshúð upplifir öðruvísi áreiti
Talið er að karlmenn raki sig u.þ.b. 20.000 sinnum á lífsleiðinni, en bandarískir karlmenn byrja að meðaltali að raka sig þegar þeir eru 14 ára gamlir. Allur þessi rakstur fjarlægir andlitshár - en einnig efsta lag húðfruma, sem gerir húðina berskjaldaða fyrir utanaðkomandi áreiti. Auðvitað er raksturinn ekki eini áhrifaþátturinn sem getur gert húð karlmanna viðkvæmari fyrir skemmdum, heldur einnig sólarljós, loftmengun og streita/álag.
Hin fullkomna húðrútína fyrir karlmenn
Til karlkyns vina okkar: snöggt andlitsbað í sturtunni með sápustykki er ekki nóg. Góður daglegur hreinsir er nauðsynlegur til þess að fjarlægja umfram fitu í húð. Froðuhreinsirinn frá Blue Lagoon Iceland fjarlægir óhreinindi og skaðleg efni, þannig húðin verður fersk og í jafnvægi. Þar sem hreinsirinn er gerður úr jarðsjó Bláa Lónsins, sem er ríkur af steinefnum og söltum til að styðja við heilbrigt varnarlag húðarinnar, er þetta hið fullkomna fyrsta skref í húðrútínu karlmanna. Sérfræðingar mæla með því að nota hreinsimaska tvisvar í viku til þess að minnka ásýnd svitahola og koma í veg fyrir bólur. Íhugaðu að nota Silica Mud Mask til þess að hreinsa andlitið og Lava Scrub Mask fyrir T-svæðið til að fjarlægja dauðar húðfrumur.
Fyrir snöggt rakaskot er gott að fylgja á eftir með Mineral Maskanum, sem hlaut Men's Health Grooming verðlaunin árið 2023. Áður en öldrunareinkenni eins og fínar línur, hrukkur og dökkir blettir fara að birtast, bættu við öflugum húðvörum til að stuðla að heilbrigðri húð. BL+ Complex er sértæk tækni sem hefur reynst vel við að örva kollagenmyndun og koma í veg fyrir niðurbrot kollagens. BL+ serumið og BL+ kremið okkar verndar varnarlag húðar og heldur yfirbragði húðarinnar mjúku, sléttu og rakafylltu. Við bjóðum öllum karlmönnum að upplifa hversu áhrifamikil húðrútína getur verið fyrir yfirbragð húðarinnar.