Djúpt inn í vísindin

Allt um Mineral Mask: Samtal við Ásu Brynjólfsdóttur, rannókna- og þróunarstjóra Bláa Lónsins

Kynntu þér söguna á bak við margverðlaunaða Mineral Maska Bláa Lónsins, sem hlaut Best of Beauty verðlaun Allure Magazine, í einstöku viðtali við Ásu Brynjólfsdóttur rannsókna- og þróunarstjóra Bláa Lónsins. Hún segir frá formúlu og eiginleika maskans og veitir innsýn í nýsköpunina á bak við húðumhirðuvörurnar.

Segðu okkur frá Mineral Mask. Hvaða ár kom hann fyrst á markað?

Ferðalag okkar hófst árið 1995 þegar fyrsta húðvara okkar kom á markað, Silica Mud Mask, sem inniheldur þekkta hvíta kísilleirinn frá Bláa Lóninu. Árið 2018 ákváðum við að þróa fleiri maska sem draga fram aðra einstaka lífvirka þætti lónsins og úr varð Mineral Mask sem byggir á einstökum jarðsjó Bláa Lónsins.

Hver var innblásturinn á bak við Mineral Mask og hver var sýnin þín fyrir þróun hans?

Aðalinnblásturinn að Mineral Mask kom frá lífvirkum jarðsjó Bláa Lónsins. Framtíðarsýnin var að spegla þau jákvæðu áhrif sem vatnið hefur á húðina. Jarðsjórinn er einstaklega ríkur af steinefnasöltum sem hjálpa húðfrumum að nýta önnur virk efni á skilvirkan hátt.

Getur þú sagt okkur frá kostum jarðsjó Bláa Lónsins og hvernig hann eykur virkni maskans?

Jarðsjór Bláa Lónsins er þekktur fyrir græðandi eiginleika sína. Ríkur af steinefnum og söltum sem næra húðina og styðja við endurnýja hennar. Þessi einstaka samsetning lífvirkra efna eykur virkni maskans og stuðlar að heilbrigðri og líflegri húð.

Hvernig stuðla 20+ mismunandi sölt í maskanum að auknum raka og líflegra yfirbragði húðarinnar?

Steinefnasölt gegna lykilhlutverki í að viðhalda raka og jafnvægi í húðinni. Í Mineral Mask er einkaleyfisvarið kísilefni sem styrkir varnalag húðarinnar. Önnur virk innihaldsefni eins og hýalúrónsýra og jojoba olía, vinna að því að auka rakastig og ljóma húðarinnar.

Fyrir hvaða húðgerðir hentar Mineral Mask best og hvernig mætir hann sérstökum þörfum í húðumhirðu?

Mineral Mask er hannaður fyrir allar húðgerðir, þar sem hann sinnir þörfinni fyrir raka á áhrifaríkan hátt. Maskinn eykur rakastigið og stuðlar að röku, heilbrigðu yfirbragði, sem gerir hann góðan kost fyrir ýmis húðumhirðuvandamál.

Hefur þú einhver ráð eða meðmæli til notenda um hvernig hægt að hámarka virkni maskans við notkun?

Ég mæli með því að bera maskann á hreina, raka húð til að hámarka upptöku. Hægt er að nota maskann yfir nótt fyrir aukin áhrif. Að bera þunnt lag á háls og á hendur getur gefið góðan árangur fyrir þroskaða húð.

Hvaða eiginleiki Mineral Mask er í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?

Það sem ég elska við maskann er að hann gefur húðinni auka raka. Hann sléttir áferð húðarinnar og gefur henni heilbrigðan ljóma sem er fullkominn undurbúningur húðarinnar fyrir daginn.

Close dialog

Blue Lagoon Skincare

Fáðu 15% afslátt af stökum vörum með fyrstu pöntun

Please select your home region