BL+ The Cream & The Serum
Tvær háþróaðar BL+ húðvörur saman í setti sem hannað er til að styðja við heilbrigða og ljómandi húð. Settið inniheldur: BL+ The Cream (50 ml) og BL+ The Serum (15 ml).
ÁVINNINGUR
Settið inniheldur:
Einstaklega nærandi og rakagefandi krem sem eykur þéttleika húðar og dregur úr ásýnd fínna lína. Hentar öllum húðgerðum.
Öflug formúla sem gefur húðinni góðan raka og bjartara yfirbragð, ásamt því að draga úr öldrunareinkennum húðar. Hentar öllum húðgerðum.
KLÍNÍSKAR NIÐURSTÖÐUR
THE SERUM
Niðurstöður neytendakönnunar eftir 4 vikna notkun:
Þéttleiki
95% notenda voru sammála að varan bætti þéttleika húðar
Raki
100% notenda höfðu verulega aukningu í rakastigi húðar
Ljómi
100% notenda voru sammála um að húðin væri ljómameiri með notkun vörunnar
Styrkur
95% notenda voru sammála um að húð þeirra væri sterkari og heilbrigðari
Niðurstöður klínískrar rannsóknar eftir 8 vikna notkun, framkvæmd undir eftirliti húðlækna:
Rakastig húðar hækkaði að meðaltali um 70% hjá notendum þegar mælt var með Corneometer® eftir fjóra tíma. Rakinn mældist langvarandi og entist út daginn.
THE CREAM
Niðurstöður neytendakönnunar eftir 12 vikna notkun:
Raki
100% notenda voru sammála að varan veitti ríkulegan raka
Næring
100% notenda voru sammála að varan veitti húðinni mikla næringu
Mýkt
100% notenda voru sammála að húðin væri mýkri
Þéttleiki
100% notenda voru sammála að varan bætir þéttleika húðar
Styrkur
97% notenda voru sammála að varnarlag húðar væri sterkara og heilbrigðara
Áferð
97% notenda voru sammála að varan jafnar áferð húðar
INNIHALDSEFNI
Sjá einstaka vörur fyrir öll innihaldsefni.
NOTKUN
- Notið BL+ The Serum og BL+ The Cream kvölds og morgna, eftir hreinsun, á andlit og háls.
ALGENGAR SPURNINGAR
Hvert er geymsluþol varanna?
Eftir að þær hafa verið opnaðar, þá er geymsluþol þeirra sex mánuðir. Til að tryggja gæði varanna skal forðast að þær verði fyrir miklum hitabreytingum – hita og kulda.