





The Power of One
Power of One húðvörusettið inniheldur BL+ The Serum, sem er kraftmikið andlitsserum með BL+ COMPLEX, C-vítamíni og þremur gerðum af hýalúrónsýrum og veitir þríþætta virkni: eykur þéttleika húðar, veitir öflugan raka og jafnar húðlit. Þessu glæsilega setti fylgir falleg snyrtitaska ásamt vörum sem fullkomna húðrútínuna þína, BL+ The Cream, BL+ The Cream Light og Silica Mud Mask. Settið verður einungis í boði í takmarkaðan tíma.
Settið inniheldur: BL+ The Serum (15 ml), BL+ The Cream (5 ml), BL+ The Cream Light (3 ml), and Silica Mud Mask (5 g) ásamt svartri Blue Lagoon snyrtitösku með rennilás.
ÁVINNINGUR
Settið inniheldur:
BL+ THE SERUM
Öflug formúla sem gefur húðinni góðan raka og bjartara yfirbragð, ásamt því að draga úr öldrunareinkennum húðar.
BL+ THE CREAM
Einstaklega nærandi og rakagefandi krem sem eykur þéttleika húðar og dregur úr ásýnd fínna lína.
BL+ THE CREAM LIGHT
Létt og áhrifaríkt andlitskrem þróað til að gefa húðinni langvarandi raka, koma á jafnvægi og draga úr sýnileika fínna lína.
SILICA MUD MASK
Hinn margrómaði hvíti andlitsmaski sem djúphreinsar og styrkir húðina. Gefur frísklegt yfirbragð og dregur úr sýnileika svitahola.
KLÍNÍSKAR NIÐURSTÖÐUR
Niðurstöður neytendakönnunar eftir 4 vikna notkun:
Þéttleiki
95% notenda voru sammála að varan bætti þéttleika húðar
Raki
100% notenda höfðu verulega aukningu í rakastigi húðar
Ljómi
100% notenda voru sammála um að húðin væri ljómameiri með notkun vörunnar
Styrkur
95% notenda voru sammála um að húð þeirra væri sterkari og heilbrigðari
Niðurstöður klínískrar rannsóknar eftir 8 vikna notkun, framkvæmd undir eftirliti húðlækna:
Rakastig húðar hækkaði að meðaltali um 70% hjá notendum þegar mælt var með Corneometer® eftir fjóra tíma. Rakinn mældist langvarandi og entist út daginn.
INNIHALDSEFNI
Lykilefni:
BL+ COMPLEX örvar nýmyndun kollagens, dregur úr niðurbroti kollagens og styrkir varnarlag húðarinnar. Við hönnun á BL+ COMPLEX er notuð náttúruleg fosfólípíðferja til þess að koma einstakri blöndu af einkaleyfisvörðum örþörungum og kísil Bláa Lónsins djúpt niður í húðlögin til að hámarka virkni. Einstakt innihaldsefni á heimsvísu sem finnst einungis í BL+ húðvörulínunni.
KÍSILL BLÁA LÓNSINS hefur djúphreinsandi, náttúrulega leireiginleika sem draga óhreinindi úr húðinni og bæta yfirbragð hennar. Kísillinn er lífvirkt innihaldsefni sem gefur Bláa Lóninu sinn einkennandi bláa lit og hefur verndandi og styrkjandi áhrif á náttúrulegt varnarlag húðarinnar.
JARÐSJÓR BLÁA LÓNSINS endurnærir húðina með nauðsynlegum steinefnasöltum og eykur þannig heildarvirkni formúlunnar.
Sjá öll innihaldsefni á eftirtöldum vörusíðum:
HOW TO USE
Að morgni: Berið BL+ The Serum á hreina húð, fylgdu á eftir með BL+ The Cream Light fyrir léttan raka.
Að kvöldi: Berið BL+ The Serum á hreina húð, fylgdu á eftir með BL+ The Cream fyrir ríkulega næringu.
1-2svar í viku: Berið Berið Silica Mud Mask ríkulega jafnt á hreina húð. Forðist augnsvæðið. Látið bíða á húðinni í 5-10 mínútur. Skolið af með volgu vatni.
ALGENGAR SPURNINGAR
Hentar BL+ The Serum minni húðgerð?
BL+ The Serum hentar öllum húðgerðum. Ef þú hefur mjög viðkvæma húð, þá mælum við með að prófa vöruna fyrst á litlu húðsvæði, því varan hefur mikla virkni. Hættu notkun og hafðu samband við húðlækni ef erting kemur fram.
Hvernig er áferðin?
BL+ The Serum er létt og ilmefnalaus formúla. Klístrast ekki og gengur hratt inn í húðina.
Hversu lengi endist 15 ml glasið?1
5 ml glasið endist 1-2 mánuði ef varan er notuð tvisvar á dag.
Hvert er geymsluþol vörunnar?
Eftir að varan hefur verið opnuð er geymsluþolið sex mánuðir. Til að tryggja gæði vörunnar skal forðast að flaskan verði fyrir miklum hitabreytingum – hita og kulda.
The Power of One
