











Mask Duo - Weekly renewal
Gjafasett sem inniheldur einstaka lífvirka andlitsmaska Bláa Lónsins í fullri stærð. Settið inniheldur: Silica Mud Mask (75 ml) og Mineral Mask (75 ml).
ÁVINNINGUR
Settið inniheldur:
Silica Mud Mask
Hinn margrómaði hvíti andlitsmaski sem djúphreinsar og styrkir húðina. Gefur frísklegt yfirbragð og dregur úr sýnileika svitahola. Hentar öllum húðgerðum.
Mineral Mask
Öflugur rakagefandi andlitsmaski sem inniheldur lífvirkan og steinefnaríkan jarðsjó Bláa Lónsins. Byggir upp rakastig húðar, mýkir og gefur húðinni líflegra yfirbragð.
INNIHALDSEFNI
NOTKUN
Notaðu maskana hvorn á eftir öðrum eða báða maska samtímis á mismunandi svæði andlitsins. Mælt er með að nota Silica Mud Mask á höku, nef, í kringum munn og kjálka til að djúphreinsa og styrkja húðina. Notið Mineral Mask á enni og kinnar til að byggja upp rakastig húðar og gefa henni líflegra yfirbragð.
Berið Silica Mud Mask ríkulega jafnt á hreina húð. Forðist augnsvæðið.
Látið bíða á húðinni í 5-10 mínútur.
Skolið af með volgu vatni.
Notið maskann eftir þörfum eða 2-3 sinnum í viku.
Berið Mineral Mask ríkulega jafnt á hreina húð. Forðist augnsvæðið.
Leyfið honum að vera á í 10-20 mínútur eða yfir nótt.
Skolið af með volgu vatni.
Notist eftir þörfum eða 2-3 sinnum í viku.
ALGENGAR SPURNINGAR
Hver er munurinn á andlitsmöskunum tveimur?
Silica Mud Mask djúphreinsar og styrkir varnarlag húðarinnar. Mineral Mask veitir raka og lífgar upp á húðina.
Hvenær þarf ég andlitsmaska?
Andlitsmaskar eru góðir til að takast á við sértæk húðvandamál eða til að bæta almenna húðheilsu þar sem þeir innihalda mikið magn af virkum efnum, vítamínum og næringarefnum. Andlitsmaskar eru hannaðir til að mynda lag yfir húðinni. Það tryggir aukna upptöku virkra innihaldsefna þar sem innihaldsefnin fá lengri tíma í snertingu við húðina.
Hvert er geymsluþol varanna?
Eftir að þær hafa verið opnaðar, þá er geymsluþol þeirra sex mánuðir. Til að tryggja gæði varanna skal forðast að þær verði fyrir miklum hitabreytingum – hita og kulda.