takmarkað upplag

Mirrored Mask Stand

Í tilefni af 30 ára afmæli Silica Mud Mask, kynnum við í samstarfi við íslenska vörumerkið VIGT, einstakan maskastand með spegli, sem kemur í takmörkuðu upplagi. Samstarfið stendur okkur nærri þar sem VIGT á rætur að rekja til Grindavíkur, þar sem saga Blue Lagoon Skincare hófst einnig fyrir 30 árum.

Hönnunargripurinn hefur tvíþættan tilgang, annars vegar sem standur fyrir maskann og hins vegar sem spegill. Hliðina með speglinum má einnig nota sem lítinn bakka fyrir skartgripi eða fylgihluti. Hagnýt hönnun fyrir daglega helgisiði.

Inniheldur: Silica Mud Mask (75ml) og Mirrored Mask Stand.

14.900 kr
ÁVINNINGUR

MIRRORED MASK STAND

Tvíhliða standur, handunnin úr mahóní við. Önnur hliðin er maskastandur, hin hliðin er spegill.

SILICA MUD MASK

Djúphreinsandi maski sem styrkir náttúrulegt varnarlag húðar, dregur óhreinindi úr húðinni ásamt því að draga saman svitaholur og jafna áferð.

INNIHALDSEFNI

Lykilinnihaldsefni:

KÍSILL BLÁA LÓNSINS hefur djúphreinsandi, náttúrulega leireiginleika sem draga óhreinindi úr húðinni og bæta yfirbragð hennar. Kísillinn er lífvirkt innihaldsefni sem gefur Bláa Lóninu sinn einkennandi bláa lit og hefur verndandi og styrkjandi áhrif á náttúrulegt varnarlag húðarinnar.

JARÐSJÓR BLÁA LÓNSINS er dýrmæt uppspretta nauðsynlegra steinefna sem efla og styrkja varnir húðarinnar. Uppleystu steinefnin gera húðina móttækilegri fyrir upptöku annarra virkra innihaldsefna svo heildarvirkni formúlunnar eykst.

Sjá Silica Mud Mask fyrir öll innihaldsefni.

NOTKUN

1-2 í viku: Berið Silica Mud Mask ríkulega jafnt á hreina húð. Forðist augnsvæðið. Látið bíða á húðinni í 5-10 mínútur. Skolið af með volgu vatni.

Notaðu maskastandinn til að geyma maskann á milli notkunar sem hluti af húðvörusafni þínu. Hægt er að nota spegilinn við lagfæringar á förðun eða sem bakka fyrir skartgripi eða fylgihluti.

ALGENGAR SPURNINGAR

Er maskastandurinn vatnsheldur?

Já. Mahóní viður er þéttur og endingagóður viður með náttúrulega vatnshelda eiginleika. Til að vernda áferð viðsins skaltu forðast að láta hann liggja í vatni og þrífa standinn með þurrum eða örlítið rökum klút.

Er hver standur einstakur?

Já. Hver standur er handunninn í takmörkuðu upplagi af VIGT. Breytileiki í náttúrulegu mynstri og áferð viðarins gerir hvern stand einstakan.

Er hægt að ferðast með standinn?

Já. Hann er léttur og fyrirferðalítill og er því tilvalinn í ferðalagið.

Mirrored Mask Stand

14.900 kr

Vörur sem þér gæti líkað

Close dialog

Blue Lagoon Skincare

Fáðu 15% afslátt af stökum vörum með fyrstu pöntun

Please select your home region