
Djúpt inn í húðina
Fimm leiðir til að nota okkar einstaka Silica Mud Mask
Uppfærðu húðrútínuna þína með þessari fjölnota vöru.
Árið 1995 kynnti Blue Lagoon Skincare fyrstu vöruna sína: Silica Mud Mask, byltingarkennda formúlu sprottna af rannsóknum á lífvirkum eiginleikum jarðsjós Bláa Lónsins.
Maskinn var upphaflega þróaður fyrir psoriasissjúklinga sem sóttu lækningalind Bláa Lónsins. „Gestir sem gengust undir meðferðir í kísilríkum jarðsjónum vildu finna leið til þess að halda meðferðinni áfram heima,“ útskýrir Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa Lónsins. Úr varð vara sem hefur verið hornsteinn vörumerkisins síðustu 30 ár.
Í dag er Silica Mud Mask enn ein vinsælasta vara Blue Lagoon Skincare, þökk sé virkni hans að djúphreinsa svitaholur, róa húðina og styrkja náttúrulegt varnarlag hennar. En maskinn er meira en einungis hreinsivara, hann er eins konar endurstilling fyrir andlitið. Lena Dóra Logadóttir, yfirsnyrtifræðingur á Retreat Spa, deilir hér fimm leiðum til að nota þennan ómissandi maska í húðrútínunni þinni.
1. Hefðbundinn leirmaski
Klassíska leiðin til að nota Silica Mud Mask er að nota hann sem hreinsimaska. Hann djúphreinsar svitaholur og róar húðina og hentar öllum húðgerðum. „Berið þunnt lag á andlitið eða einbeitið ykkur að T-svæðinu,“ segir Lena Dóra. Látið hann vera á húðinni í 5–10 mínútur, skolið af með volgu vatni og notið svo BL+ The Serum og uppáhalds andlitskremið ykkar.
2. Meðferð við bólum
Ertu gjarn á að fá bólur? Notaðu Silica Mud Mask sem staðbundna bólumeðferð yfir nótt. „Maskinn dregur verulega úr bólgu og roða,“ segir Lena Dóra. Vandamálasvæðið verður viðráðanlegra og minna áberandi.
3. Mildur skrúbbur í sturtu
Fyrir mildan skrúbb og djúphreinsun skaltu blanda Silica Mud Mask við Lava Scrub Mask. Þessi blanda hreinsar og mýkir ásamt að styrkja húðlagið. Berðu jafnt á húðina, nuddaðu varlega og láttu sitja á húðinni í nokkrar mínútur áður en þú skolar blöndunni af.
4. Mildur skrúbbur fyrir viðkvæma húð
Silica Mud Mask er fullkominn fyrir viðkvæma húð og er notaður sem mildur skrúbbur í andlitsmeðferðum á Retreat Spa. „Fínu kísilagnirnar eru ótrúlega róandi,“ segir Lena Dóra. Heima fyrir má blanda vatni í hann og nudda létt yfir andlitið með hringlaga hreyfingum. Þetta undirbýr húðina fyrir næstu skref í húðrútínunni.
5. Róandi fyrir psoriasisskellur
Silica Mud Mask heldur áfram að vera róandi lausn fyrir þau sem eru með psoriasis. Berið maskann á útbrotið og látið liggja í 5–10 mínútur áður en þið skolið með volgu vatni. Sefandi og húðstyrkjandi eiginleikar maskans draga úr óþægindum og ertingu.