











Advent Calendar
Glæsilegt aðventudagatal með okkar vinsælustu vörum, vandlega settar saman í húðrútínu fyrir hverja viku aðventunnar. Frá djúphreinsandi andlitsmaska til endurnærandi líkamskrems, hver vika sameinar virkni, árangur og vellíðan. Dásamleg leið til að staldra við í amstri jólanna og hlúa að sér og húðinni fyrir hátíðirnar. Aðeins í takmörkuðu upplagi.
INNIHELDUR
Vika 1: Maskarútina
Silica Mud Mask (30 ml)
Mineral Mask (30 ml)
Vika 2: Morgunrútina
BL+ The Cream Light (15 ml)
BL+ The Serum (5 ml)
Blue Lagoon Gua Sha
Vika 3: Kvöldrútina
BL+ The Cream (15 ml)
BL+ The Eye Cream (5 ml)
Vika 4: Líkamsrútina
Lip Balm (10 ml)
Body Oil (30 ml)
ÁVINNINGUR
SILICA MUD MASK
Hinn margrómaði hvíti andlitsmaski sem djúphreinsar og styrkir húðina. Gefur frísklegt yfirbragð og dregur úr sýnileika svitahola.
MINERAL MASK
Rakagefandi andlitsmaski sem inniheldur lífvirkan og steinefnaríkan jarðsjó Bláa Lónsins. Léttur gelmaski veitir húðinni öfluga rakagjöf sem gerir húðina mýkri og ljómandi.
BL+ THE CREAM LIGHT
Létt og áhrifaríkt andlitskrem þróað til að gefa húðinni langvarandi raka, koma á jafnvægi og draga úr sýnileika fínna lína.
BL+ THE SERUM
Öflug formúla sem gefur húðinni góðan raka og bjartara yfirbragð, ásamt því að draga úr öldrunareinkennum húðar.
BLUE LAGOON SKINCARE GUA SHA
Eykur blóðflæði, dregur úr þrota og örvar sogæðakerfið. Húðin verður sléttari og ljómandi.
BL+ THE CREAM
Einstaklega nærandi og rakagefandi krem sem eykur þéttleika húðar og dregur úr ásýnd fínna lína.
BL+ EYE CREAM
Háþróað augnkrem sem sléttir, þéttir og verndar viðkvæmt augnsvæðið. Silkimjúkt og nærandi krem sem gengur hratt inn í húðina og veitir endurnýjað og ljómandi yfirbragð.
LIP BALM
Verndandi varasalvi sem endurheimtir náttúrulega mýkt varanna og viðheldur raka þeirra. Gefur vörunum fallegan gljáa og heilbrigðara útlit.
BODY OIL
Silkimjúk líkamsolía sem endurnærir húðina með langvarandi rakagjöf og stuðlar að auknum ljóma.
INNIHALDSEFNI
Lykilefni:
BL+ COMPLEX örvar nýmyndun kollagens, dregur úr niðurbroti kollagens og styrkir varnarlag húðarinnar.
KÍSILL BLÁA LÓNSINS hefur djúphreinsandi, náttúrulega leireiginleika sem draga óhreinindi úr húðinni og bæta yfirbragð hennar. Kísillinn er lífvirkt innihaldsefni sem gefur Bláa Lóninu sinn einkennandi bláa lit og hefur verndandi og styrkjandi áhrif á náttúrulegt varnarlag húðarinnar.
JARÐSJÓR BLÁA LÓNSINS endurnærir húðina með nauðsynlegum steinefnasöltum og eykur þannig heildarvirkni formúlunnar.
Sjá öll innihaldsefni á eftirtöldum vörusíðum:
NOTKUN
Vika 1: Maskarútína
- Berið Silica Mud Mask ríkulega og jafnt yfir hreina húð. Forðist augnsvæðið. Látið bíða á húðinni í 10-15 mínútur. Skolið af með volgu vatni. Notið maskann eftir þörfum eða 2-3 sinnum í viku.
- Næst, berið Mineral Mask á hreina húð. Leyfið honum að vera á í 10-20 mínútur eða yfir nótt.
Vika 2: Morgunrútína
- Notið BL+ The Serum eftir hreinsun, á andlit og háls.
Berið næst BL+ The Cream Light á andlit og háls með léttum strokum upp á við. - Notið Gua Sha steininn á hreina, rakafyllta húð til að örva blóðflæði og draga úr þrota. Nuddið léttilega upp á við.
Vika 3: Kvöldrútína
- Berið lítið magn af BL+ Eye Cream gætilega með baugfingri í hálfhring í kringum augun. Byrjið við innri augnkrók undir auganu og að ytri augnkrók. Þaðan upp undir augnbein.
- Næst, notið BL+ The Cream á andlit og háls. Berið með léttum strokum upp á við
Vika 4: Líkamsrútína
- Nuddið Body Oil mjúklega inn í húðina, tilvalið eftir sturtu eða bað. Notið daglega til að ná sem bestum árangri.
- Kreistið lítið magn af Lip Balm beint á varirnar eða berið á þær með fingurgómi. Berið á varirnar eftir þörfum.
ALGENGAR SPURNINGAR
Hvenær þarf ég andlitsmaska?
Andlitsmaskar eru góðir til að takast á við sértæk húðvandamál eða til að bæta almenna húðheilsu þar sem þeir innihalda mikið magn af virkum efnum, vítamínum og næringarefnum. Andlitsmaskar eru hannaðir til að mynda lag yfir húðinni. Það tryggir aukna upptöku virkra innihaldsefna þar sem innihaldsefnin fá lengri tíma í snertingu við húðina.
Hvert er geymsluþol varanna?
Eftir að þær hafa verið opnaðar, þá er geymsluþol þeirra sex mánuðir. Til að tryggja gæði varanna skal forðast að þær verði fyrir miklum hitabreytingum – hita og kulda.