





The Ultimate Indulgence Set
Einstakt gjafasett með úrvali af okkar virkustu vörum. Heildstæð rútína sem örvar kollagenframleiðslu í húð, dregur úr niðurbroti kollagens og lágmarkar sýnileika á fínum línum, hrukkum og svitaholum ásamt því að næra, styrkja og styðja við heilbrigði húðar.
Settið inniheldur: BL+ Retinol Cream 0.3%(30 ml), BL+ The Serum (15 ml), BL+ The Cream (50 ml), BL+ Eye Serum (10 ml), BL+ Eye Cream (15 ml), Mineral Mask (30 ml), Silica Mud Mask (30 ml), og Blue Lagoon Skincare Gua Sha andlitsnuddstein.
ÁVINNINGUR
Settið inniheldur:
BL+ THE CREAM
Ríkulegt og nærandi andlitskrem sem eykur þéttleika húðar og dregur úr ásýnd fínna lína. Húðin verður ljómandi og sléttari.
BL+ THE SERUM
Öflug formúla sem gefur húðinni góðan raka og bjartara yfirbragð, ásamt því að draga úr litablettum og öðrum öldrunareinkennum húðar.
BL+ RETINOL CREAM
Endurnýjandi húðmeðferð sem er hönnuð til að vinna gegn öldrunareinkennum húðar og bæta áferð hennar svo ásýnd fínna lína og hrukkna minnkar.
BL+ EYE SERUM
Áhrifaríkt augnserum sem veitir öflugan raka, vinnur á fínum línum og dregur úr einkennum þreytu og þrota á viðkvæmu augnsvæðinu.
BL+ EYE CREAM
Háþróað augnkrem sem sléttir, þéttir og verndar viðkvæmt augnsvæðið. Silkimjúkt og nærandi krem sem gengur hratt inn í húðina og veitir endurnýjað og ljómandi yfirbragð.
MINERAL MASK
Rakagefandi andlitsmaski sem inniheldur lífvirkan og steinefnaríkan jarðsjó Bláa Lónsins. Léttur gelmaski sem veitir húðinni öflugan raka og gerir húðina mýkri og ljómandi.
SILICA MUD MASK
Hinn margrómaði hvíti andlitsmaski sem djúphreinsar og styrkir húðina. Gefur frísklegt yfirbragð og dregur úr sýnileika svitahola.
BLUE LAGOON SKINCARE GUA SHA
Nuddsteinn fyrir andlit, hannaður til að auka blóðflæði, draga úr þrota og örva sogæðakerfið. Húðin verður sléttari og ljómandi.
INNIHALDSEFNI
Lykilinnihaldsefni:
BL+ COMPLEX örvar nýmyndun kollagens, dregur úr niðurbroti kollagens og styrkir varnarlag húðarinnar. Við hönnun á BL+ COMPLEX er notuð náttúruleg fosfólípíðferja til þess að koma einstakri blöndu af einkaleyfisvörðum örþörungum og kísil Bláa Lónsins djúpt niður í húðlögin til að hámarka virkni. Einstakt innihaldsefni á heimsvísu sem finnst einungis í BL+ húðvörulínunni.
JARÐSJÓR BLÁA LÓNSINS endurnærir húðina með nauðsynlegum steinefnasöltum og eykur þannig heildarvirkni formúlunnar.
KÍSILL BLÁA LÓNSINS hefur djúphreinsandi, náttúrulega leireiginleika sem draga óhreinindi úr húðinni og bæta yfirbragð hennar. Kísillinn er lífvirkt innihaldsefni sem gefur Bláa Lóninu sinn einkennandi bláa lit og hefur verndandi og styrkjandi áhrif á náttúrulegt varnarlag húðarinnar.
Sjá öll innihaldsefni á eftirtöldum vörusíðum:
BL+ The Cream
BL+ The Serum
BL+ Retinol Cream 0.3%
BL+ Eye Cream
BL+ Eye Serum
Mineral Mask
Silica Mud Mask
NOTKUN
Kvölds og morgna:
- Berið BL+ The Serum á hreina húð og fylgið því eftir með BL+ The Cream.
- Berið BL+ Eye Serum varlega á augnsvæðið og fylgið því eftir með BL+ Eye Cream fyrir aukinn raka.
- Notið lítið magn af BL+ Retinol Cream á kvöldin í stað BL+ The Serum, byrjið einu sinni í viku og vinnið ykkur upp í tíðni.
- Notið Mineral Mask eða Silica Mud Mask 1-2 sinnum í viku til að byggja upp rakastig húðar eða djúphreinsa.
- Notið Gua Sha andlitsnuddsteininn til að stuðla að auknu blóðflæði og örva sogæðakerfið.
ALGENGAR SPURNINGAR
Hvert er geymsluþol varanna?
Eftir að þær hafa verið opnaðar, þá er geymsluþol þeirra sex mánuðir. Til að tryggja gæði varanna skal forðast að þær verði fyrir miklum hitabreytingum – hita og kulda.